05.08.2016 18:42
Mikil makríllöndun í Keflavíkurhöfn í dag, margir bátar af landsbyggðinni
Undanfarna daga og sérstaklega í dag hefur verið mikið um að vera í Keflavíkurhöfn, er bátar steyma inn að landa makríl og flestir út aftur. Segja má að um sé að ræða báta allt frá og með Hornafirði til og með Hólmavíkur.
![]() |
Fjórir bátar við bryggju auk annara sem bíða eftir að komast að og nóg um að vera á bryggjunni í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2016 |
Skrifað af Emil Páli

