05.08.2016 18:42

Mikil makríllöndun í Keflavíkurhöfn í dag, margir bátar af landsbyggðinni

Undanfarna daga og sérstaklega í dag hefur verið mikið um að vera í Keflavíkurhöfn, er bátar steyma inn að landa makríl og flestir út aftur. Segja má að um sé að ræða báta allt frá og með Hornafirði til og með Hólmavíkur.


       Fjórir bátar við bryggju auk annara sem bíða eftir að komast að og nóg um að vera á bryggjunni í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 5. ágúst 2016