26.07.2016 16:28

Grandi kaupir kvóta af Hafnarnesi

Kaup­ir kvóta fyr­ir fjóra millj­arða

mbl.is/Þ?órður

HB Grandi hef­ur fest kaup á afla­hlut­deild­um í bol­fiski sem svara til tæp­lega 1.600 þorskí­gildist­onna af Hafn­ar­nes VER í Þor­láks­höfn.

Kaup­verðið er 3.950 millj­ón­ir króna, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Ríf­lega helm­ing­ur afla­heim­ild­anna er í þorski og er fé­lagið með þess­um kaup­um að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði, án þess að skerða afla til annarra starfstöðva fé­lags­ins.

Afla­hlut­deild HB Granda fer eft­ir kaup­in úr um 43.800 þorskígist­onn­um í um 45.400 þorskí­gildist­onn eða úr 10,7% af heild­arafla­hlut­deild í 11,1%