26.07.2016 16:28
Grandi kaupir kvóta af Hafnarnesi
Kaupir kvóta fyrir fjóra milljarða
HB Grandi hefur fest kaup á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorskígildistonna af Hafnarnes VER í Þorlákshöfn.
Kaupverðið er 3.950 milljónir króna, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Ríflega helmingur aflaheimildanna er í þorski og er félagið með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði, án þess að skerða afla til annarra starfstöðva félagsins.
Aflahlutdeild HB Granda fer eftir kaupin úr um 43.800 þorskígistonnum í um 45.400 þorskígildistonn eða úr 10,7% af heildaraflahlutdeild í 11,1%
Skrifað af Emil Páli

