29.06.2016 13:00
Oddur V. Gíslason á heimleið með duflið
Af Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns:
Í nótt tókst björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni að finna rannsóknarduflið, sem var verið að sækja, án vandræða og hefur áhöfnin komið því örugglega um borð og tekið stefnuna heim. Þetta eru gleðitíðindi þar sem stærsti áhættuþátturinn í verkefninu var að ná að staðsetja duflið. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir lítur duflið út eins og lítil flugvél sem marar í hálfu kafi. Nú bíðum við eftir því að áhöfnin komi heim aftur en reiknað er með að þeir komi til Grindavíkur um kl. 4 í nótt
![]() |
| © myndir Björgunarsveitin Þorbjörn |
Skrifað af Emil Páli

