29.06.2016 21:00

Lurkurinn - ljótasti bátur í heimi - íslenskur - 9 myndir

Í Póllandi er nú verið að lengja bát, sem mun verða gerður út á Íslandsmiðum, enda í íslenskri eigu. Bátur þessi hefur manna á milli verið kallaður ,,Lurkurinn - ljótasti bátur í heimi". Samkvæmt því sem ég hef heyrt var hann upphaflega í smíðum í Kanada en síðan færður í slipp í Póllandi, slipp sem nokkur íslensk skip hafa verið í og sem dæmi þá sjást tvö þeirra varðskipið Þór og togarinn Blængur NK á einni myndanna sem ég birti, en alls eru myndirnar 9 að tölu og eru af Facebook síðu sem um um bátinn.

Eins og sést á myndunum þá var hann upphaflega stuttur og ljótur en eigendur hann ákváðu að láta lengja hann og mun lengingin verða Íslandsmet, því hann verður lengdur um 22 metra, en sá sem áður átti metið var Eyborgin sem var árið 1996 lengd um 19 metra.


 


            Hér sést Lurkurinn fyrir miðju og bak við hann sést í varðskipið Þór og

                                   fyrir framan er Blængur NK 125


 

 

 


 


 


 


 

                              Stjórnarmenn Stormsins stoltir við Lurkinn.

                                    © myndir af facebookssíðu bátsins