28.06.2016 09:45
Oddur V. Gíslason fór í gær á stað sem er 250 sjómílur frá landi
Af Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns nú í morgun:
![]() |
2743. Oddur V. Gíslason rétt fyrir brottför frá Grindavík, í gærkvöldi |
Góða ferð strákar!
Að leik loknum í gærkvöldi hélt björgunarskipið Oddur V. Gíslason úr höfn í Grindavík áleiðis langt suður í haf og meira að segja út fyrir landhelgi Íslands eða tæpar 250 sjómílur!
Til stendur að sækja rannsóknardufl sem er á reki djúpt suður af Íslandi og reiknum við með að ferðin taki um 48 klukkustundir og að siglt verði meira en 500 sjómílur.
Í gær var unnið við það koma fyrir auka olíutunnum um borð til þess að komast heim vel og örugglega.
Við óskum strákunum auðvitað góðrar ferðar en aðspurðir sögðust þeir vera að hugsa um fara bara í land í Frakklandi og koma heim eftir viku

