27.06.2016 12:13

Baldur KE 97, við minnismerki sjómanna

Þessa tæplega 13 ára gamla mynd, tók ég þegar verið var að flytja Baldur KE 97, frá Keflavíkurhöfn og á staðinn sem hann stendur í dag, þ.e. ofan við Grófina. Þarna fer flutningabíllinn með bátinn fram hjá minnismerki sjómanna.

 

    311. Baldur KE 97, við minnismerki sjómanna © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2003