26.06.2016 21:00

Tertnes, í Keflavík - efni í malbik fært í land á færibandi - 16 myndir

Flutningaskipið Tertnes. skráð í Bahamas, kom inn Stakksfjörðinn upp úr kl. 7 í gærmorgun og fór aftur út Stakksfjörðinn upp úr kl. 13 í dag. Skip þetta mælist 7857 - 11546 tonn að stærð, 129 metra langt og 21 metra breitt, smíðað 1985. Skipið er með mjög áberandi búnað á þilfari, sem er færiband er flutti farminn upp á bryggju, í þessu tilefni í haug á hafnargarðinum í Keflavík, þar sem Payloterar mokuðu því á stóra bíla er fluttu efnið upp á Keflavíkurflugvöll, þar sem það er notað í malbik. En eins og oft hefur verið rætt um er verið að endurnýja malbikið á flugbrautunum. Heyrst hefur að farmurinn hafi verið um 10 þúsund tonn, en þetta þriðja skipið sem kemur með farm í þetta verk.

Mörg ár eða jafnvel áratugir er síðan Keflavíkurhöfn var hefur verið notuð fyrir flutningaskip að athafnar sig, en þau nota helst Helguvíkur- eða Njarðvíkurhöfn til slíks. Ástæðan fyrir því að Keflavíkurhöfn var notuð var að nokkrum klukkutímum eftir að þetta skip kom, kom annað skip með hráefni fyrir fyrri kísilgúrverið í Helguvík og notaði það skip Helguvík.

Birti ég nú 16 myndir af Tertnes, teknar er það koma í gær og sýna þær skipið á siglingu út af Helguvík og er það kom til Keflavíkurhafnar. Uppskipunina í Keflavíkurhöfn, vöruflutningabíla en sluttu efnið upp á völl, payloter að störfum, svo og hafnsögubátinn Auðunn o.fl. Annað kvöld birtast síðan myndir af skipinu sem kom til Helguvíkur, er það kom þangað.


            Tertnes siglir fram hjá Helguvík á leið sinni til Keflavíkur


                        Hér nálgast það hafnargarðinn í Keflavík


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 

            Hluti af bílaflotanum sem flutti efnið upp á Keflavíkurflugvöll

 

                    Efnið kemur upp úr skipinu eftir færibandinu
 


 

                              Payloter mokar efni úr haugnum á bíl


       Tertnes, í Keflavíkurhöfn í gærmorgun © myndir Emil Páll, 26. júní 2016