22.06.2016 20:02

Sæfari ÁR 170, kom í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær - 4 myndir

Í fyrrinótt kom Þorlákshafnarbáturinn Sæfari ÁR 170 til Njarðvíkurhafnar en taka átti hann upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sem og var gert.

Birti ég hér fjórar myndir sem ég tók við það tækifæri. Fyrsta myndin er tekin að bátnum í Njarðvíkurhöfn og næstu tvær í sleðanum á leið upp í slippinn og sú síðasta af bátnum komnum upp í Skipasmíðastöðina.


             1964. Sæfari ÁR 170, í Njarðvíkurhöfn í gærmorgun


 


                              Báturinn í slippsleðanum í gærmorgun


              1964. Sæfari ÁR 170, kominn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

                                   © myndir Emil Páll, 21. júní 2016