18.06.2016 10:32
Jón Hákon kominn upp
RUV.is:
![]() |
Jón Arelíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, hefur umsjón með aðgerðum á Ísafirði. Þegar fréttamaður ræddi við hann klukkan tvö í nótt sagði hann aðgerðir hafa gengið nokkuð hægt en mjög vel. Þetta hefði verið langur vinnudagur og menn enn að.
„En eins og er þá lítur þetta þokkalega út. Við þurfum að losa ákveðinn búnað af honum til þess að fara með hann og það er stefnt að því að gera það í fyrramálið,“ sagði Jón. Hann sagði að báturinn yrði vaktaður í alla nótt, dælunum haldið tilbúnum og dælt úr bátnum eftir þörfum. Sjór lekur enn inn, því báturinn er það illa farinn að ekki hefur tekist að þétta hann alveg.
„Það er ekkert óeðlilegt að það sé ekki alveg hægt að þétta þetta. En við höldum vel við og erum bjartsýn á að það takist vel að sigla honum í rólegheitunum hérna inn á Poll," sagði Jón Arelíus

