10.06.2016 20:21

Kristbjörg, á loka metrunum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur - 3 myndir

Eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir hafa þeir hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf, unnið að því að undanförnu að lengja Kristbjörgu, sem er fjórði Kínabáturinn sem þeir lengja nú nánast í röð. Samkvæmt því sem ég hef frétt er mikil ánægja með þá sem eru á hinum þrem bátunum.

Mjög vel hefur gengið að lengja þennan og er verkið nánast á lokametrunum, þ.e. eftir helgi verður báturinn tekinn út úr bátaskýlinu og hafist handa við að sandblása o.fl. sem tilheyrir lokafráganginum.


 


 


     2468. Kristbjörg, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © myndir Emil Páll, 9. júní 2016