09.06.2016 20:40

Galilei 2000, í Njarðvík - dæluskipið úr Landeyjarhöfn - heimahöfn Lúxemborg - 5 myndir

Snemma í morgun kom til Njarðvíkurhafnar skip það sem kom erlendis frá fyrir nokkrum misserum til að sjá um dælingu á sandi úr Landeyjarhöfn. Eins og sést á síðustu myndinni af 5 sem ég birti er heimahöfn skipsins Lúxemborg.

Ekki veit ég hverra erinda skipið kom til Njarðvíkur, en hef þó grun um að það sé ekkert á förum nærri strax, því skipverjar bundu það þó nokkuð vel við bryggjuna.


 


 


 


 

       Galiler 2000, í Njarðvíkurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 9. júní 2016