08.06.2016 13:14

Brimnes BA 800, verður nú Steinbjörg BA 273, frá Tálknafirði

Í gær var Brimnes BA 800, tekin upp í Skipasmiðastöð Njarðvíkur og nú rétt fyrir hádegi var búið að mála yfir nafn og númer bátsins, auk heimahafnar, á bátnum. Samkvæmt Fiskistofu fær báturinn nú nafnið Steinbjörg BA 273 og verður með heimahöfn á Tálknafirði.

Mynd sú sem nú birtist tók ég í gær þegar báturinn var nýlega kominn upp í slippinn

 

       1527. Brimnes BA 800, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær - Samkvæmt Fiskistofu verður báturinn nú Steinbjörg BA 273, með heimahöfn í Tálknafirði © mynd Emil Páll, 7. júní 2016