05.06.2016 19:22

Grundfirðingur SH 24, laus úr sleðanum í Stykkishólmi

Nú fyrir nokkrum mínútum tókst Hamari SH, að draga Grundfirðing SH 24, úr sleðanum hjá Skipavík í Stykkishólmi. En eins og ég ef áður sagt þá fór sleðinn út af brautinni með bátnum í og var beðið eftir stórstraumsflóði sem var núna áðan.

Var það samstafsverkefni Köfunarþjónustu Sigurðar og eigenda Skipavíkur að ná bátnum út, sem tókst eins og best er á kostið að sögn Sigurðar Stefánssonar, eða Sigga Kafara.

Síðar í kvöld birtast myndir sem teknar voru á staðnum í dag.


     1202. Grundfirðingur SH 24, skakkur í sleðanum í dag © mynd Kobbi, í dag 5. júní 2016 - fleiri myndir síðar í kvöld