04.06.2016 12:13
Reyna á að ná Grundfirðingi út, nú um helgina
Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk úr Stykkishólmi, á nú um helgina að reyna að ná Grundfirðingi SH 24 út, en eins og ég sagði frá fyrir nokkrum dögum fór sleðinn út af brautinni með bátnum í. Nú um helgina er stórstraumsflóð og samkvæmt sömu heimildum mun Hamar SH 224 gera tilraun til að draga bátinn út og síðan verður sleðinn settur réttur í brautina.
Mikil leynd virðist vera um þetta óhapp, því ekkert eða allavega mjög lítið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum.
Hér fyrir neðan birti ég skjáskot af MarineTraffic, síðan í morgun en þar sjást bæði Grundfirðingur og Hamar.
![]() |
Grundfirðingur og Hamar í morgun © skjáskot af MarineTraffic, 4. júní 2016 |
Skrifað af Emil Páli

