23.05.2016 20:02

Stakkur GK 180 / Stakkur ÁR 5, frá Eyrarbakka - 2 myndir

Myndina hér fyrir neðan tók ég af bátnum Stakki með númerinu GK 180, í Þorlákshöfn, í fyrradag. Sama dag sá ég á vef Samgöngustofu að báturinn var komin með númerið ÁR 5 og heimahöfn á Eyrarbakka. Sést það á neðri myndinni sem nú birtist.

 

         7056. Stakkur GK 180, í Þorlákshöfn © mynd Emil Páll, 21. maí 2016

 

       7056. Stakkur ÁR 5, frá Eyrarbakka © skjáskot af vef Samgöngustofu 21. maí 2016

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Mig minnir að hann hafi verið á söluskrá í haust og það gæti skýrt númerabreytinguna því líklega hefur hann verið seldur

 
Emil Páll Jónsson Datt ekki annað í hug.
 
Sigurbrandur Jakobsson En það er komið dálítið síðan reyndar
 
Emil Páll Jónsson Enda var ég ekki að spá í það þegar ég setti þetta inn, frekar að segja fréttir af því að búið væri að breyta númerinu og eignarhaldi. Eins og ég geri oft.
 
Sigurbrandur Jakobsson Ég var nú líka að hugsa í orðum