22.05.2016 20:02
Skemmtibátur til Sólplasts í dag - 9 bátar fyrir sumarfrí
Það er ekki verkefnaskortur hjá þeim í Sólplasti í dag, því eftir að í dag kom þangað skemmtibátur í viðgerð eru 9 bátar ýmist á útisvæði eða innisvæði sem bíða eftir afgreiðslu fyrir sumarfrí hjá fyrirtækinu.
Að auki er fyrirtækið að með verkefni víðar s.s. að smíða bekki í nýjasta skoðunarbát Eldingar sem verið er að endurbyggja og breyta í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
![]() |
Skemmtibátur, kemur til Sólplasts, í viðgerð í dag © mynd Emil Páll, 22. maí 2016
Skrifað af Emil Páli

