18.05.2016 20:02

Stormur SH 333, fór sína síðustu sjóferð í dag - 10 myndir

Bátur sá sem síðast hét síðast Stormur SH 333, en hefur borið mörg nöfn áður s.s. Guðbjörg ÍS 14, Hrönn ÍS 46, Sæbjörg SH 23, Farsæll SH 30, Langanes ÞH 321, Björg Jónsson ÞH 321, Fagranes ÞH 123, Aron ÞH 105, Reisnanúpur o.fl., fór í dag sína síðustu sjóferð.

Báturinn hefur legið mjög lengi í Njarðvíkurhöfn, en hafði sokkið þrisvar, þ.e. á Kópavogi, Garðabæ og í Njarðvík. Engu að síður ætlaði eigandi bátsins að gera hann upp og t.d. þegar Lára Magg ÍS sökk fyrir nokkrum misserum og var utan á Stormi var mikið reynt að fá eigandann til að fá að rífa hann, en það vildi hann ekki. Hann greiddi hafnargjöld og kosnað við að dæla úr honum og því var ekkert hægt að gera nema með hans leyfi.

Ný verið tók hann síðan upp á því að selja bátinn og segir sagan að söluverðið hafi verið aðeins 1 kr. Frá þeim tíma hafa hafnargjöld svo og kosnaður við dælingu ekki verið greidd. Var því ákveðið af hafnaryfirvöldum að færa hann til í höfninni,  á grynnri sjó, ef hann sykki á ný og það var gert í dag og sáu hafnarstarfsmenn um það og notuðu Auðunn við verkið.


 


 


 


 


 


 


 


 


 


    586. Stormur SH 333 og 2043. Auðunn í Njarðvíkurhöfn, í dag © myndir Emil Páll, 18. maí 2016