18.05.2016 17:18
Stígandi VE 77, verður ekki Marberg GK 717, heldur Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 - 2 myndir
Já aldrei fór svo að Stígandi VE 77, færi í róður á vegum Suðurnesjamannsins sem keypti togarann. Ekki varð heldur neitt úr því að sett yrði á hann nafnið Marberg GK 717.
Búið er að selja togarann til Ísafjarðar og mun hann fá nafnið Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508. Nánar um eigenda o.fl. á skjáskotinu frá Samgöngustofu sem ég birti fyrir neðan myndina af togaranum.
Togarinn hefur verið að undanförnu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur en þar verður hann gerður klár til veiða, en frést hefur að hann fari á rækjuveiðar, í haust.
![]() |
1664. Stígandi VE 77, verður ekki Marberg GK 717, heldur Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508, frá Ísafirði © mynd Emil Páll, 17. maí 2016
![]() |
© skjáskot af vef Samgöngustofu, 17. maí 2016 |


