18.05.2016 20:21
Lundi RE 20, fallegur bátur - kom úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær - 11 myndir
Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA, Akureyri 1964, sem fiskiskip. Átti að úreldast 1997, en hætt var við það. Breytt í farþegaskip árið 2000.
Nöfn: Farsæll II EA 130, Svanur ÞH 100, Svanur RE 175, Svanur ST 6, Svanur RE 475, Svanur GK 98, Katrín GK 98, Árný GK 98, aftur Katrín GK 98 og aftur Árný GK 98 og í 3.sinn Katrín GK 98, Gísli Gunnarsson II SH 85, Gísli Gunnarsson II SH 585, Ásgeir SH 150, Ásgeir og aftur Ásgeir SH 150, Fríða RE 11, Fríða RE 10, Snorri EA 317, Snorri og núverandi nafn: Lundi RE 20.
Myndirnar sem nú birtast eru af bátnum í gær er hann fékk far með Gullvagninum niður í sjó, síðan sjáum við hann fara út úr höfninni, en hann fór beint til Reykjavíkur.
![]() |
||||||||||||||||||||
|
|











