12.05.2016 21:00
Kristbjörg SH 112: Botninn kominn og á morgum kemur millidekkið - 6 myndir úr Njarðvíkurslipp í dag
Eins og ég sagði frá í gær var báturinn tekinn í sundur upp úr hádeginu og áður en dagurinn var kominn að kvöldi var botninn kominn í bátinn og á morgun kemur millidekkið. Þrátt fyrir þennan góða hraða er unnið að því að sjóða allt sem þarf að sjóða og styrkja smíðina.
Birti ég nú 6 myndir sem ég tók af bátnum í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og sjáum við grindina í botninum, þá sjáum við er unnið er við kjöl bátsins og eins þegar verið er að færa millidekkið úr plötumiðjunni í bátaskýlið.
![]() |
||||||||||
|
|






