11.05.2016 21:00

Kristbjörg SH 112, skorin í sundur, - 9 myndir með mannamyndum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

Í dag kom að því að Kristbjörg SH 112 var tekinn í sundur og gert ráð fyrir lengingu upp á 4.5 metra og var síðar í dag hafist handa við að koma botninum í og tengja þar með aftur- og framhlutann. Myndir af botninum, bíða til morguns, en ég birti nú myndir af því þegar báturinn fór í tvo hluta. Eins og ég sagði frá fyrr í dag koma mannamyndir með, svona sem smá léttleiki, því svo skemmtilega vill til að í dag er 11. maí sem var lokadagur vetrarvertíðar, þar til samið hafði verið um mánaðarlegt uppgjör á sjónum. - Alls eru því 9 myndir sem nú birtast, en ég birti ekki nöfn þeirra sem sjást á myndunum.


 


 


 


 


 


 


 


 

 

           2468. Kristbjörg SH 112 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag

                             © myndir Emil Páll, 11. maí 2016