10.05.2016 18:19

Elli Ketils, Gáski frá Mótun, með heimahöfn í Mehamn, en hvaða bátur er þetta? - 2 myndir

Í síðustu viku sá ég þettan Gáska, frá Mótun, sem smíðaður hefur verið hérlendis fyrir einhverjum árum en var þarna með heimahöfn í Mehamn, sem ég held að sé í Noregi. Báturinn er númeralaus, en sett hefur verið á hann nafnið Elli Ketils. Spurningin er því hvaða bátur þetta hefur verið annað hvort síðast, eða best væri að fá að vita hvaða nafn hann bar fyrst.

 

 

 

      Elli Ketils ex ?, í Hafnarfirði. Heimahöfn Mehamn © myndir Emil Páll, 5. maí 2016

 

AF FACEBOOK:

Ragnar Emilsson mig grunar að þetta sé 2553

Emil Páll Jónsson Er verið að selja hann út?
 
Emil Páll Jónsson Gæti verið, því samkvæmt Samgöngustofu, er hann óskráður.
 
Ragnar Emilsson Emil Páll Jónsson ég var búinn að það væri búið að selja hann út