10.05.2016 13:31

Hólmasól, frá Akureyri

Búið er að skrá farþegarbátinn sem Elding keypti nýlega og er til breytinga í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Mun hann fá nafnið Hólmasól og hafa heimahöfn á Akureyri. Að sögn Vignis Sigursveinssonar er þess vænst að hann verði tilbúinn um Sjómannadag, en fram að þeim tíma mun Hafsúlan verða gerð út frá Akureyri.


          2922. Hólmasól, með heimahöfn á Akureyri, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

                                      © mynd Emil Páll, 9. maí 2016