04.03.2016 20:40

Hræringar varðandi þrjú skip hjá Eimskip - eitt selt, annað keypt og það þriðja í óvissu - 3 myndir

Heyrst hefur að mikil gerjun sé nú í gagni varðandi skipaflota Eimskip. Koma þar við sögu skipsnöfnin Bakkafoss, Brúarfoss og Selfoss. Nánar um það sem snýr að hverju fyrir sig, kemur hér á eftir.

Selfoss hefur verið seldur til Manilla.

Bakkafoss er skip sem er systurskip Lagarfoss, en kranalaust og hefur nýlega verið keypt. Mun það var í dokk í Rotterdam.

Brúarfoss er í hafi, en þó í lausu lofti eins og sagt er þar sem ekkert er vitað hvað um það verði.

Vekur athygli að áhafnir skipanna eru  eða verða að mestu eða öllu leiti skipaðar leiguliðum þ.e. ekki íslendingum.

 

Hér fyrir neðan birtast myndir af Selfossi, Brúarfossi og Lagarfossi (sem er systurskip væntanlegs Bakkafoss). Myndirnar eru af skipasíðu Eimskips.


           Brúarfoss, sem er í lausu lofti © mynd úr skipaflota Eimskips


       Bakkafoss, er systurskip Lagarfoss © mynd úr skipaflota Eimskips


        Selfoss, hefur verið seldur til Manilla © mynd úr skipaflota Eimskips