07.02.2015 20:31

Signe varð ekki bjargað

Jón Páll Jakobsson, Noregi, nú í kvöld: Óveðrið Ole gekk svo sannanlega yfir okkur í Senjahopen seinnipartinn í dag og stóðum við í miklum björgunaraðgerðum og náðum að bjarga þremur bátum skríðandi á flotbryggjunni því vindurinn var það mikill. En Signe varð ekki bjargað. Íeinni vindhviðunni sleit hún alla enda nema framendan og byrjaði að lemja bátana sem voru fyrir aftan á þeim tímapunkti var bókstaflega ekki stætt á bryggjunni svo við skriðum þrír að Signe og skárum á endann því annars hefðu þrír bátar farið þetta var erfitt fyrir eigandann eina sem heyrðist frá honum var " Helvete ". Síðan rak hún upp í fjöru og þaðan eru þessar myndir. Veður hefur lagst mikið nú er bara stormur


 

          Signe F 12 TN, á strandstað í Senjehope, Noregi, nú í kvöld © mynd Jón Páll Jakobsson, 7. feb. 2015