07.02.2015 20:10

Búi fór í dag frá Sólplasti

Loksins kom að því að skemmtibáturinn Búi var sóttur til Sólplasts í Sandgerði, en tjónaviðgerð á bátnum er lokið fyrir þó nokkrum tíma. Báturinn tók upp á því eins og áður hefur komið fram að fara frá landi á Norðurfirði á Ströndum og reka yfir fjörðinn og upp í fjöru hinum meginn. Kom það í hlyt Þórðar Adolfssonar að sækja bátinn fyrir tryggingafélagið og var hann fluttur í þessum áfanga til Reykjavíkur.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag er báturinn var sóttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

           Búi, tekinn á bíl við Sólplast, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 7. feb. 2015