07.02.2015 20:50
Baldvin Njálsson GK 400, á Stakksfirði, í dag
Þau ár sem Baldvin Njálsson GK 400 hefur verið til, eru það ekki mörg skiptin sem hann sést í nágrenni við Keflavík, en það gerðist þó í dag og er þetta í þriðja sinn sem ég sé hann hér í nágrenninu. Ástæðan í dag var trúlega sú að verið var að prufa gírinn, en gír hrundi í togaranum fyrir þó nokkru og síðan hefur hann verið í viðgerð í Hafnarfjarðarhöfn.
Kom togarinn inn á Stakksfjörðinn og nokkuð nálægt Keflavík og tók ég þá þessar myndir:
![]() |
![]() |
![]() |
||
|
|
![]() |
![]() |
|
2182. Baldvin Njálsson GK 400, á Stakksfirði, út af Keflavík, í dag © myndir Emil Páll, 7. feb. 2015 |
Skrifað af Emil Páli





