30.01.2015 21:37

Vonin KE 10, núna áðan

Vonin KE 10, kom til Sandgerðis í kvöld og tók ég þá þessar myndir, en báturinn hefur verið nú um tíma á leigu hjá Arnarlaxi á Bíldudal og sótti eigandi bátsins, Siggi kafari hann vestur, en með honum var annar maður. Sökum veðurs komust þeir aðeins til Rifshafnar í fyrstu lotu og síðan til Sandgerðis í annarri.

 

 

 

                 1631. Vonin KE 10, kemur til Sandgerðis, í kvöld © myndir Emil Páll, 30. jan. 2015

           Vegna enn einnar bilunarinnar hjá 123.is, get ég ekki komið þremur myndum til viðbótar. Þær birtust hinsvegar á Facebooksíðunni minni.