29.01.2015 10:11

Siggi Bjarna GK 5, í gær með opið stefni, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur


 

 

            2454. Siggi Bjarna GK 5, með opið stefni í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær - myndir Emil Páll, 28. jan. 2015 - Ástæðan fyrir því að stefnið er opið er að eins og var með Benna Sæm eru bátarnir lengdir um miðju um 3 metra, sem skapar meira pláss á dekki og í lest, en þar með eru bátarnir komnir yfir 24 metra lengd, sem skapar vandkvæði eins og þau að þeir mega ekki vera á dragnót á vissum svæðum o.fl. Af þeirri ástæðu er tekið framan af stefni bátanna svo þeir haldi sér innan við 24 metra á lengd.