27.01.2015 21:00

Skipasmíðastöð Njarðvíkur: Tveir skrifaðir út í gær, einn í dag og tveir fljótlega

Hinn mikli kraftur í starfsmönnum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur heldur áfram og voru í gær skrifaðir út tveir bátar, þeir Markús HF 177 áður SH 271 og Njáll RE 275. Í dag var Frú Magnhildur GK 222 tekin út úr húsi og fer niður þegar eigandinn vill. Þá eru eftir Siggi Bjarna GK 5 og Maggý VE 108, en vinna við þá lýkur jafnvel í næstu eða þar næstu viku.

Hér koma myndir af þeim bátum sem voru inni í bátaskýlinu í morgun, en eftir að ég tók myndirnar fór einn þeirra Frú Magnhildur út.


                                      1546. Frú Magnhildur GK 222


                                            2454. Siggi Bjarna GK 5


                                           2454. Siggi Bjarna GK 5


                                         1855. Maggý VE 108

Varðandi tvo síðustu bátanna þá sést ekki mikill munur frá síðustu myndum

sem ég birti af þeim, þar sem mikil vinna hefur farið fram inn í bátunum

                                       © myndir Emil Páll, 27. jan. 2015