25.01.2015 15:24

Tæplega 2ja ára bátur, stórskemmdur ef ekki ónýtur eftir bruna í Ólafsvík, í nótt

Úr Skessuhorni í dag:

Eldur kom upp í trillunni Þrasa SH 375 í Ólafsvíkurhöfn um tvöleytið í nótt. Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út eftir að vegfarandi sá reyk leggja frá einkasvæðinu við Fingurbryggju. Eldur logaði frá stafni aftur í skut þegar slökkvilið kom á vettvang. Sprautað var one-seven kvoðu yfir bátinn og gekk slökkvistarf mjög fljótt og vel fyrir sig. Þrasi SH er 4,5 brúttótonna plastbátur, gerður út af Rafni ehf, sem einnig gerir út Katrínu SH. Þrasi SH er mjög illa farinn ef ekki ónýtur eftir brunann. Var hann færður að bryggju og tekinn á land í morgun.

Til viðbótar upplýsi ég að bátur þessi var smíðaður 2013 hjá Bláfelli á Ásbrú og er því nánast nýr. Birti ég nú syrpu úr Skessuhorni af brunanum í nótt og síðan eina mynd af bátnum í smíðum í apríl 2013


         7760. Þrasi SH 375, í björtu báli í Ólafsvík, í nótt © mynd Skessuhorn, þa. 25. jan. 2015

          7760. Þrasi SH 375,  í Ólafsvík, í nótt © mynd Skessuhorn, þa. 25. jan. 2015

         7760. Þrasi SH 375,  í Ólafsvík, í nótt © mynd Skessuhorn, þa. 25. jan. 2015


          7760. Þrasi SH 375,  í Ólafsvík, í nótt © mynd Skessuhorn, þa. 25. jan. 2015


           7760. Þrasi SH 375, í smíðum hjá Bláfelli, á Ásbrú © mynd Emil Páll, 11. apríl 2013