19.01.2015 09:30

Garðar Jörundsson, nýr þjónustubátur Arnarlax, kemur vestur í vikunni

Búið er að gefa nýkeypta þjónustubátnum  hjá Arnarlax, nýtt nafn og skrá hérlendis. Stendur til að báturinn komi vestur í vikunni og taki þá þegar við af Voninni KE 10, sem verið hefur á leigu fram að þessu. Hér birti ég mynd sem Sigurður Bergþórsson, tók í Reykjavík, um nýliðna helgi.


         2879. Garðar Jörundsson, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, í jan. 2015