14.01.2015 21:00
Tók niðri í innsiglingunni til Sandgerðis, vegna bilunar á innsiglingaljósunum
Eins og ég sagði frá hér á síðunni sl. laugardag voru innsiglingaljósin til Sandgerðis biluð. Af þeim ástæðum fóru tveir bátar út úr merkjunum og tóku niðri, en annar þeirra þó meira, en það var Njáll RE 275, sem var í framhaldi af því tekinn í dag upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Strax eftir óhappið var Siggi kafari fenginn til að skoða undir bátinn og í framhaldi af því var báturinn tekinn upp í slippinn. Komu þá í ljós skemmdir á 4 - 5 metra svæði, þ.á.m. er botnstykkið skemmt.
Birti ég hér myndir af því er báturinn var tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag
![]() |
||||
|
|



