10.01.2015 17:50

Ævintýraferð þriggja báta, frá Skagaströnd til Suðurnesja

Rétt fyrir síðustu helgi var ákveðið að flytja bátinn Von GK 133, landleiðina frá Skagaströnd til Akraness og þaðan myndi hann sigla til Njarðvíkur. Ástæðan var sú að báturinn varð fyrir tjóni og vildi tryggingafélagið að í Njarðvík færi báturinn í Gullvagn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem flytja myndi bátinn yfir í Sandgerði, en þar á Sólplast að gera við hann.

Þegar ákveðið var að fara þessa ferð kom Bergur Vigfús GK 43 með, en ákveðið var að fara frekar landleiðis og en sjóleiðis suður með landinu. Frá Akranesi stóð síðan til að hann myndi sigla til Sandgerðis, er hann var að færa sig suður.

Þá bættist þriðji báturinn, Addi afi GK 97, í hópinn en ferð hans átti að vera á sömu nótum og hjá Bergi Vigfús.

Voru bátarnir þrír því settir á flutningavagn, eða vagna og haldið á stað til Akraness í upphafi vikunnar, en þegar komið var þangað var veður orðið svo vont að ekki var viðlit að hífa bátanna af vagninum, eða vögnunum og í sjó í Akraneshöfn. Varð nú töf þar til í gær að bátarnir voru loksins hífðir og í dag fóru þeir á áfangastað.

Hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir tveir sem ætluðu að fara til Sandgerðis, hættu við, hafi verið að öll innsiglingamerki slitnuðu upp í brimi þar og nú fyrst í dag er verið að koma fyrir bráðabirgðainnsiglingaljósi þar, veit ég ekki.

Fóru leikar því þannig að Bergur Vigfús kom í Keflavíkurhöfn, Addi afi í Grófina, Keflavík og Von í Njarðvíkurhöfn og tók ég myndir af þeim á viðkomandi stöðum nú síðdegis.


         2746. Bergur Vigfús GK 43, í Keflavíkurhöfn, í dag © mynd Emil Páll, 10. jan. 2015


      2106. Addi afi GK 97, í Grófinni, Keflavík, í dag © mynd Emil Páll, 10. jan. 2015


          2733. Von GK 113, í Njarðvíkurhöfn, í dag © mynd Emil Páll, 10. jan. 2015