10.01.2015 12:37

Astrid S. sérútbúið þjónustuskip fyrir laxeldi, á leið til Arnarlax

Í vikunni kom til Reykjavíkur norska skipið Astrid S, sem Arnarlax hefur fengið sem þjónustuskip fyrir laxeldi sitt. Eins og áður hefur komið fram stóð til að þeir myndu kaupa Sægrím GK og breyta í þjónustuskip og fór Sægrímur því til Stykkishólms þar sem gera átti á honum breytinga, ekkert varð þó úr því máli og er báturinn kominn aftur til fyrri eiganda.

Fyrirtækið hefur hinsvegar haft á leigu Vonina KE 10, meðan beðið var eftir sérbúnu þjónustu skipi og nú er það komið og um tvíbytnu er að ræða. Á myndinni sem ég birti sést skipið einmitt vera að vinna í svipuðu umhverfi og það fer í nú fyrir vestan.


            Astrid S © mynd MarineTraffic, Joakim Hansen, 25. júní 2013