08.01.2015 12:43
Svafar Gestsson heimsótti Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun
Einn er sá maður sem fylgt hefur síðunni, síðan ég stofnaði hana og oft sent mér mikið af myndum, auk þess sem samstarfið hófst í raun meðan ég sá um skipasíðu Þorgeirs Baldurssonar. Hér er ég að ræða um húsvíkinginn Svafar Gestsson vélstjóra, sem í dag er á norsku skipi.
Í morgun er hann var á leið úr jólafríi og til Noregs, kom hann í heimsókn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur en þar starfa tveir af hans gömlu vinum og samstarfsmenn. Framkvæmdastjóri slippsins er annar vinur og samstarfsmaður Svafars, Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri slippsins og tók ég mynd af þeim saman í slippnum í morgun. Auk þess sem Svafar tók mynd af öðrum gömlum vini og samstarfsmanni, þ.e. eiganda slippsins og útgerðarmanni og fiskverkanda, Lúðvík Berki Jónssyni, en Svafar notaði tækifærið til að heimsækja hann einnig.
![]() |
||
|
|


