07.01.2015 14:45

Flakið af Hafrúnu ÍS 400, undir Stigahlíð

Hér koma myndir af flaki bátsins, eins og það var 5 árum eftir að hafa strandað undir Stigahlíð.




    1050. Hafrún ÍS 400 strandaði 2. mars 1983, undir Stigahlíð og komst áhöfnin að sjálfdáðum í land eftir að stýrimaðurinn hafði að mestu vaðið í land með líflínuna. Allt um það í viðtali sem ég tók við stýrimanninn fyrir nokkrum árum og á eftir að birta og kem því vonandi í verk einhvern tíma. Er áhöfnin var að krönglast í grjótinu í átt til byggða, kom að lokum frönsk þyrla sem var hér í sýningarferð og bjargaði upp áhöfninni © myndir Gísli Aðalsteinn Jónasson, 18. sept. 1988