05.01.2015 21:00
Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag - 4 bátar inni í húsi, auk þeirra sem eru á útisvæði
Bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur svo sannarlega sannað gildi sitt að undanförnu, því þó veður sé frekar leiðinlegt hefur það ekki alltaf komið að sök hjá þeim. Ástæðan er sú að nú eru fjórir bátar innandyra, auk þeirra sem eru á útisvæði.
Hér kemur myndasyrpa með þeim fjórum bátum sem hægt hefur verið að vinna að fullu við, þrátt fyrir snjókomu og rigninga á víxl utandyra.
Þessir bátar eru Siggi Bjarna GK 5, sem verið er að lengja, Maggý VE 108, sem verið er að setja nýtt stýrishús á, björgunarbátur sem hét Einar Sigurjónsson þegar hann kom inn en almennt er talið að hann verði með nafnið Hannes Þ. Hafstein þegar hann fer út, en verið er að gera ýmis viðhaldsverk á bátnum. Fjórði báturinn er Katrín GK 66 sem er í skrúfuvandkvæðum.
![]() |
||||||||||||||||||
|
|










