05.01.2015 15:15

Risaskip sigldi 70 mílur út af Ingólfshöfða

mbl.is

 

Stórflutningaskipið Navios Bonavis á siglingu. stækka

Stór­flutn­inga­skipið Navi­os Bona­vis á sigl­ingu.

Risa­stórt stór­flutn­inga­skip, Navi­os Bona­vis, sigldi fram­hjá land­inu um helg­ina. Varðstjór­ar í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar komu auga á skipið á laug­ar­dag þar sem það var á hægri ferð í vest­ur um 70 sjó­míl­ur suður af Ing­ólfs­höfða.

Skipið er skráð í Panama en er í grískri eigu. Það er tæp 100 þúsund tonn, tæp­lega 300 metra langt og 45 metr­ar á breidd. Lestað rist­ir skipið um tólf metra. Sam­kvæmt eft­ir­lit­s­kerf­un­um var það á leið frá Englandi til Kan­ada. Ekki kom fram hver farm­ur skips­ins var.

Land­helg­is­gæsl­an seg­ir ekki óal­gengt að skip á sigl­ingu yfir Norður-Atlants­hafið leiti þetta langt norður eft­ir til að forðast lægðir og meðfylgj­andi óveður og slæmt sjó­lag.