03.01.2015 20:21

,,mannstu þegar við sigldum á bátnum"

Hér birtist rúmlega 20 ára gömul myndræn frásögn, að vísu ekki af neinu stórskipi, heldur í kring um lítinn skemmtibát. Myndirnar tengjast Binna heitnum í Gröf og sjást nokkrir afkomendur hans á myndunum og orðin í fyrirsögninni, eru fengin þegar ég vakti yfir einni systrinni sem við sjáum hér fyrir neðan, Oddnýju Benónýsdóttur, en hún var búin að vera þó nokkurn tíma þannig að hún talaði ekki neitt og virtst frekar vera í dái. Allt í einu leit hún upp og til mín og sagði þá þessi orð, enda hafði hún mjög gaman af sjóferð þeirri sem við sjáum myndir frá.

Annars snýst þetta um það að feðgar úr Vestmannaeyjum Guðmundur Guðmundsson og Halldór Guðmundsson sonur hans og stjúpsonur minn keyptu þennan skemmtibát af Hilmari Sölvasyni og var báturinn geymdur í Njarðvík, þangað sem báturinn var sóttur. Til stóð að ég yrði meðeigandi, en þar sem útgerð bátsins stóð stutt yfir var aldrei búið að ganga formlega frá því.

Hér koma myndirnar og undir þeim segi ég frá því sem þar er að gerast.


                            Skemmtibáturinn umræddi í Njarðvík


           Hilmar Sölvason seljandi bátsins og Halldór Guðmundsson einn kaupanda hans (þessi í peysunni), einnig sjálst þarna m.a. í bakið á móður Halldórs og þá verandi eiginkonu minni Svanhildi Benónýsdóttur. Litlu strákarnir eru Guðmundur og Andri Guðmundssynir.


                         Halldór með rörtöng og því eitthvað að gera við


              Hér er Hilmar augljóslega að gefa rafmagn yfir í bátinn


          F.v. Guðmundur Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og Hilmar Sölvason


          Þarna er móðir Halldórs eitthvað að gera grín að honum. F.v. Inga Rut, eiginkona Halldórs, aftan við Svandhildi Benónýsdóttur og Guðmundur Guðmundsson


                                Hér er báturinn kominn á sjó

 


 


       Þessar þrjár systur, dætur Binna í Gröf, voru í siglingu á bátnum, auk mín og dóttur okkar Svanhildar. Þetta eru f.v. Svanhildur, Oddný (lést 1995) og Sjöfn Benónýsdætur

 

   Hér eru systurnar ásamt Helgu Katrínu Emilsdóttur, í Grófinni, Keflavík

© myndir Emil Páll, á fyrri hluta 10. áratugs síðustu aldar - eins og sést á myndum, eftir að báturinn var kominn í sjó, fór aldrei neinn út með bátnum án þess að vera í flotbúningi.