25.12.2014 20:18
Verður gamli innrásarpramminn í Vogavík, gerður upp og varðveittur?
Þetta er einn af innrásarprjámum þeim, er bandamenn smíðuðu til að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944. En hvernig stendur á því, að slíkt fartæki er komið hér inn á Vogavík? Samkvæmt því sem best er vitað, er að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prjámum (prömmum) eftir stríðið og lét draga þá hingað. Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.
Heimild: Ferli, (Vogavík) og Árni Óla, Strönd og Vogar, 1961
Eftir að ég fjallaði um þetta 13. des. sl. og raunar einnig nokkrum árum áður, hefur vaknað hugmyndir um að varðveita prammann. Draga hann á land og gera við hann, sökum heimildar. Nánar um það síðar, en nú birti ég myndasyrpu sem Sigurður Stefánsson, Siggi kafari tók af prammanum nú rétt fyrir jól. Hefur Siggi skoðað prammann og telur vel vera hægt að gera við hann.
![]() |
||||||||||||||
|
|








