18.12.2014 21:00
Sólplast í dag: Siggi Gísla EA 255 - Garri BA 90 - nýr Sómi 999 - Búi
Hér kemur myndasyrpa þar sem við sögu koma fjórir bátar, sem allir voru hjá Sólplasti í Sandgerði og hafa verið það eitthvað, en í dag var breyting hjá þeim öllum. Nánar um hvern og einn þeirra kemur fram í þessu:
2775. Siggi Gísla EA 255, vann það afrek, ef afrek má kalla, að sigla frá bryggju mannlaus og yfir höfnina og í strand í Keflavík sl. sumar. Báturinn var í dag tekinn út úr húsi hjá Sólplasti, af Jóni & Margeiri. Báturinn var þó ekki sjósettur þar sem enn er beðið eftir stýrinu og skrúfunni.
6575. Garri BA 90, er verið að lengja hjá Sólplasti og síðan á að heilmála hann. Lenging mun trúlega ljúka nú fyrir hátíðar og þá hefst undirbúningur að því að heilmála bátinn.
Sómi 999, er skrokkur sem upphaflega var hafin smíði á í Mosfellsbæ, en eigandi hans flutti hann fljótlega upp á Ásbrú þar sem klára átti bátinn, en ekkert varð af því og því tók eigandinn hans bátinn heim til sín út í Garð og þar stóð hann þar til hann var nú seldur mönnum á Bolungarvík, sem hafa fengið Sólplast til að klára a.m.k. plastverkið í bátnum. Gert er ráð fyrir að báturinn verði bæði notaður sem fiskibátur og skemmtibátur.
Búi, hann vann svipað afrek og Siggi Gísla, þ.e. að sigla mannlaus frá bryggju og í strand, þessi fór yfir fjörðinn. Ekki kemur syrpa af honum, heldur sést hann á síðustu myndinni sem nú birtist. En hér kemur myndasyrpurnar.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Jón & Margeir úr Grindavík hefja það verk að draga 2775. Sigga Gísla EA 255, út úr húsi Sólplasts í dag
|

















