17.12.2014 21:15

Snör handtök varðandi Sigga Bjarna GK 5 og Maggý VE 108, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

Það eru snögg handtök hjá þeim sem vinna í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í dag. Eins og kom fram á myndasyrpu þeirri sem ég birt í dag var Siggi Bjarna GK 5 tekinn í sundur og stýrishúsið tekið af Maggý VE 108. Í dag var unnið að fullu við verkið, þó ekki sjáist mikið á Maggý, þá sést meira varðandi Sigga Bjarna og því birtast fleiri myndir af þeim báðum, hér með.

 

 

 

          2454. Siggi Bjarna GK 5, í tveimur hlutum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag


    

            Hér er nýja stykkið að koma, en búið er að smíða nokkra hluti fyrirfram. Þetta stykkið er kjölurinn og eitthvað  meira


 


          Það er vel fylgst með að stykkið passi í skipið og það gerir það svo sannarlega


 


                                         Kjölurinn smellpassar


                               © myndir Emil Páll, í dag, 17. des. 2014


 


 


          1855. Maggý VE 108, hálf hauslaus, eða á kannski að segja sköllótt, þegar búið er að taka gamla stýrishúsið af, en samkvæmt öðru verður ekki langt að bíða eftir að nýja húsið verði komið á bátinn © myndir Emil Páll, í dag, 17. des. 2014