17.12.2014 21:00

Magni og Auðunn með meltutank til Njarðvíkur

Þessar myndir tók ég í síðustu árum tíunda áratugs síðustu aldar, er Auðunn aðstoðaði Magna við að koma gömlu olíutanki inn til Njarðvíkur. Tankur þessi hafði áður verið notaður sem olíutankur og átti nú að nota sem geymslutank fyrir meltu í Njarðvík, en á þeim árum átti að fara í gang afkasta mikil meltuverksmiðja þar, en stóð fremur stutt yfir. Sá Magni sem þarna kemur við sögu var smíðaður fyrir Reykjavíkurhöfn 1996, í Hollandi, en var ótrúlega fljótt seldur að mig minnir til Danmörku og núverandi Magni kom 2006.

Myndirnar eru kannski ekki í réttri röð, en það verður bara að hafa það.


 

 


 


 


 


 


           2267. Magni og 2042. Auðunn og gamall olíutankur kemur til Njarðvíkur

                           © myndir Emil Páll, rétt fyrir síðustu aldarmót