16.12.2014 21:00

Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag: Siggi Bjarna, í tveimur hlutum og Maggý orðin húslaus

Þeir hafa sem fyrr verið afkastamiklir starfsmennirnir hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, því þó þeir ættu ekki von á því í gær, tókst þeim í dag, í vonskuveðrinu, en auðvitað innandyra, að taka Sigga Bjarna GK 5 í tvo hluta og taka stýrishúsið af Maggý VE 108. Sökum veðursins og ófærðarinnar fylgdist ég ekki með þessu, en það kom ekki að sök þar sem framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, hann Þráinn Jónsson bjargaði málum og tók þessar myndir.


          2454. Siggi Bjarna GK 5 og 1855. Maggý VE 108, í dag og þarna er búið að taka þann fyrrnefnda í sundur og húsið af þeim síðarnefnda


 


 


                           Frá vinnunni við Sigga Bjarna GK 5, í dag


              Stýrishúsinu á Maggý VE 108, lyft af bátnum í dag


 


 


                  Stýrishúsið komið niður á gólf og Maggý því orðin ,,hauslaus"

 

                            © myndir Þráinn Jónsson, í dag, 16. des. 2014

 

AF FACEBOOK:

Þráinn Jónsson það var heilmikið um að vera í dag