16.12.2014 20:21

Lutro / 1439. Álfsnes / Fonntind / Freifjord

Tvö lítil flutningaskip, Hvalsnes og Álfsnes voru gerð út hérlendis í stuttan tíma fyrir þó nokkrum árum. Fjalla ég hér um síðarnefnda skipið sem útgerðin átti, þ.e. Álfsnes. Það var keypt notað og eftir að hafa verið selt hér innnanlands lendi það á nauðungaruppboði og skipti eftir það, nokkrum sinnum um nafn erlendis og er eins og fram kemur fyrir neðan myndirnar ennþá í fullum reksti og birti ég nú myndir af skipinu undir fjórum nöfnum og þ.á.m. því fyrsta og eins núverandi nafni, eins er ég með mynd af skipinu sem Álfsnes.


Útgerð sú sem átti Hvalsnesið og Álfsnesið var Hólmi hf. í Ytri-Njarðvík, útgerðarfélag sem áður hafði verið í bátaútgerð í Stykkishólmi og átti m.a. Þrótt SH 4, sem í dag er hvalaskoðunarskipið Náttfari á Húsavík. Flutti útgerðin með Þrótt til Njarðvíkur og í samstarfi við aðra eignaraðila fékk það bæði nöfnin Morgunstjarnan KE 6 og  Páll Rósinkarsson KE 42, en þá sölsaði útgerðin um og fór í útgerð skipanna, Hvalsness og Álfsness, en bæði voru þau með heimahöfn í Ytri-Njarðvík.


             Lutro, síðar 1439. Álfsnes, í Goole, Bretlandi © mynd shipspotting, PWR


                   1439. Álfsnes © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: Ókunnur


                   Fonntind ex ex 1439. Álfsnes, í Goole © mynd shipspotting, PWR


                  Fonntind ex ex 1439. Álfsnes, í Goole © mynd shipspotting, PWR


              Freifjord, í Kristjansund, Noregi © mynd shipspotting, Moolen, 2. júní 2009


                           Freifjord © mynd shipspotting, Yevegenii, 6. nóv. 2010


                 Freifjord ex ex 1439. í Aalesund, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 6. júlí 2013



                 Freifjord ex Fonntind og ex ex 1439. Álfsnes, í Aalesundi, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 6. júlí 2013

Smíðanr. 515 hjá Batservice Verft A/S í Mandal í Noregi 1965. Skipið var selt á nauðungaruppboði er það hét Austri til þess norska aðila sem átti það fyrst 6. okt. 1977 Frá því að skipið fékk nafnið

Skipið fékk nafnið Frendo-Simby, er það var leigt Frendo skipahringnum eins og var með Hvalsnesið.

Nöfn: Lutro, Bergo, Álfsnes, Frendo-Simby, Austri, Öksöy, Fonntind, Imperator og núverandi nafn: Freifjord