15.12.2014 21:18
Þrír í húsi hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og þar af tveir í miklum breytingum
Það er ekki dónalegt nú þegar vetraveður ríkir á landinu að geta unnið innandyra við báta, en þannig eru aðstæður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og hefur verið í mörgu ár, já mörg ár. Í dag eru þrír bátar innan dyra sem eru unnið að fullu við. Tveir þeirra eru í miklum framkvæmdum, en sá þriðji í málningu og hugsanlega nafnaskipti.
Þetta eru björgunarbáturinn Einar Sigurjónsson sem fellir niður heimahöfnina Hafnarfjörður og tekur upp í staðinn heimahöfnina Sandgerði og hugsanlega annað nafn, en þó það hafi ekki verið staðfest er helst rætt um að nafnið verði Hannes Þ. Hafstein. Auðvitað verður báturinn málaður allur við þetta tækifæri.
Siggi Bjarna GK 5, er að fara í samskonar breytingar og systurskip hans Benni Sæm GK 26, sem nýlokið er við lengingu á.
Maggý VE 108, fær nýtt stýrishús, endurnýjaðan borðsal og eitthvað meira.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur í dag:
![]() |
||||||||||||||||||||
|
|











