04.12.2014 05:40
Nýi Venus NS sjósettur
Af vefsíðu HB Granda:
Venus, nýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, var sjósett í Hatsan skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi í fyrradag.
„Venus NS er annað af tveimur nýjum uppsjávarveiðiskipum, sem HB Grandi hefur samið um smíði á við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd., en að auki hefur verið gengið frá samningum um að stöðin smíði þrjá nýja ísfisktogara fyrir félagið,“ segir á vefsíðu félagsins.
Skipið var flutt úr slippnum í Hatsan í flotkví og síðan sett á flot þar. Það verður síðan í framhaldinu dregið yfir í Celiktrans-skipasmíðastöðina. Þar verði unnið að því á næstunni að fullklára skipið. Á meðan verði skrokkurinn á hinu skipinu, Víkingi, kláraður í Hatsan.
Stefnt er að því að Venus verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og Víkingur í lok næsta árs. Ísfisktogararnir verða hins vegar afhentir samkvæmt samningi 2016-2017.
![]() |
Venus NS 150 © mynd HB Grandi |

