04.12.2014 05:40

Nýi Venus NS sjósettur

Af vefsíðu HB Granda:

Ven­us, nýtt upp­sjáv­ar­veiðiskip HB Granda, var sjó­sett í Hats­an skipa­smíðastöðinni í Ist­an­b­ul í Tyrklandi í fyrradag.

„Ven­us NS er annað af tveim­ur nýj­um upp­sjáv­ar­veiðiskip­um, sem HB Grandi hef­ur samið um smíði á við tyrk­nesku skipa­smíðastöðina Celiktrans Den­iz Insa­at Ltd., en að auki hef­ur verið gengið frá samn­ing­um um að stöðin smíði þrjá nýja ís­fisk­tog­ara fyr­ir fé­lagið,“ seg­ir á vefsíðu fé­lags­ins. 

Skipið var flutt úr slippn­um í Hats­an í flot­kví og síðan sett á flot þar. Það verður síðan í fram­hald­inu dregið yfir í Celiktrans-skipa­smíðastöðina. Þar verði unnið að því á næst­unni að full­klára skipið. Á meðan verði skrokk­ur­inn á hinu skip­inu, Vík­ingi, kláraður í Hats­an.

Stefnt er að því að Ven­us verði til­búið til af­hend­ing­ar í apríl á næsta ári og Vík­ing­ur í lok næsta árs. Ísfisk­tog­ar­arn­ir verða hins veg­ar af­hent­ir sam­kvæmt samn­ingi 2016-2017.


                               Venus NS 150 © mynd HB Grandi