Tvö af skipunum sem voru í gær í vari á Stakksfirði og Garðsjó eru þar ennþá. Að vísu er eitt þeirra alveg á mörkum þess að vera í Stakksfirði eða í Garðsjó. Hér koma myndir af báðum skipunum sem ég tók núna áðan frá Vatnsnesi, Keflavík og kemur meira um skipin undir myndunum
 |
|
Sabína, sem tengist Straumsvík, er þarna rétt utan við sjóvarnargarðinn í Helguvík og því alveg á mörkunum að vera í Garðsjó eða í Stakksfirði. Framan við skipið sést í klettinn Stakk sem er fyrir neðan Hólmsbergsvita © mynd Emil Páll, 1. des. 2014
 |
| Wilson Ross, út af Vatnsnesi, í Keflavík og telst því vera á Stakksfirði. Á myndinni sjást einnig nokkur háhýsi á höfuðborgarsvæðinu í hillingum, t.d. lengst til vinstri sést í Hallgrímskirkju © mynd Emil Páll, 1. des. 2014 |
|