01.12.2014 13:42

Tvö skip enn á Stakksfirði

Tvö af skipunum sem voru í gær í vari á Stakksfirði og Garðsjó eru þar ennþá. Að vísu er eitt þeirra alveg á mörkum þess að vera í Stakksfirði eða í Garðsjó. Hér koma myndir af báðum skipunum sem ég tók núna áðan frá Vatnsnesi, Keflavík og kemur meira um skipin undir myndunum


              Sabína, sem tengist Straumsvík, er þarna rétt utan við sjóvarnargarðinn í Helguvík og því alveg á mörkunum að vera í Garðsjó eða í Stakksfirði. Framan við skipið sést í klettinn Stakk sem er fyrir neðan Hólmsbergsvita © mynd Emil Páll, 1. des. 2014

              Wilson Ross, út af Vatnsnesi, í Keflavík og telst því vera á Stakksfirði. Á myndinni sjást einnig nokkur háhýsi á höfuðborgarsvæðinu í hillingum, t.d. lengst til vinstri sést í Hallgrímskirkju © mynd Emil Páll, 1. des. 2014