29.11.2014 21:00

Syrpa dagsins: Benni Sæm GK, Siggi Bjarna GK, Auðunn - og ýmsir er tengjast þessu

Nú kemur löng syrpa þar sem myndir eru teknar af þremur ljósmyndurum og myndaefnið eru aðallega tveir bátar þeir Benni Sæm GK 26, sem verið var að lengja í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Siggi Bjarna GK 5, sem tekinn var upp í slippinn þegar hinn fór niður til að lengja einnig, en áður hjálpaði hann hafnsögubátum Auðunn að draga þann nýlengda að bryggju. Þá sjáum við nokkrar persónur á myndunum og koma nöfn sumra þeirra undir viðkomandi myndum.


            2430. Benni Sæm GK 26, í Bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur © mynd Þráinn Jónsson


 

 

 


             2430. Benni Sæm GK 26, í bátaskýlinu í morgun © myndir Emil Páll


 


 


             2430. Benni Sæm GK 26, kominn út í morgun © myndir Emil Páll


           Þorbjörg Bergsdóttir, 72 ára, í raun mamma útgerðarinnar (t.h.) ásamt tengdasyni sínum Ingibergi Þorgeirssyni, útgerðarstjóra, framan við Benna Sæm GK © mynd Emil Páll


      F.h. Ingibergur Þorgeirsson, Þorbjörg Bergsdóttir, Halldór Kr. Valdimarsson skipstjóri á Benna Sæm GK og skipverji af bátum sem ég man ekki nafnið á © mynd Emil Páll, í morgun


 


                                Hér er báturinn kominn niður undir sjó


           2454. Siggi Bjarna GK 5 og 2042. Auðunn komnir að slippbryggjunni


 


 


           2454. Siggi Bjarna GK 5, 2042. Auðunn við slippbryggjuna og 2430. Benni Sæm GK 26 í sleðanum © myndir Emil Páll


 


                 Hér styttist í að 2430. Benni Sæm, fljóti við slippbryggjuna


             2454. Siggi Bjarna GK 5 og 2042. Auðunn við slippbryggjuna © myndir Emil Páll


              Séð frá Sigga Bjarna GK 5, sem hefur tekið Benna Sæm GK 26 í tog og hafnsögubáturinn Auðunn tilbúinn til að setja spotta í hann að framan © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson


 


             2454. Siggi Bjarna GK 5, 2042. Auðunn og 2430. Benni Sæm GK 26, komnir út fyrir bryggjuna


                                                    Benni Sæm GK 26


             2042. Auðunn kemur með 2430. Benna Sæm inn í Njarðvíkurhöfn


 


               2430. Benni Sæm GK 26 og 2454. Siggi Bjarna GK 5, komnir inn í Njarðvíkurhöfn og sést vel munurinn á bátunum eftir að búið er að lengja þann fyrrnefnda
 


             2454. Siggi Bjarna GK 5, kemur aftur að slippbryggjunni © myndir Emil Páll


               Siggi Bjarna GK 5, nálgast slippbryggjuna og starfsmenn slippsins gera klárt til upptöku. Sá sem er í bláa gallanum, er framkvæmdastjóri slippsins Þráinn Jónsson. Hvíti bíllinn sem sést þarna er bíll Emils Páls, en næsta mynd var tekin með aðdráttarlinsu úr bílnum © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson stýrimaður á Sigga Bjarna


                Þessi er tekin með aðdráttarlinsu úr hvíta bílnum sem sást á myndinni hér fyrir framan og f.v. eru Gísli Aðalsteinn Jónasson, stýrimaður á bátnum, Björgvin Færseth skipstjóri og Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri slippsins og nafnið á þeim fjórða veit ég ekki © mynd Emil Páll

 


                                2454. Siggi Bjarna GK 5, kominn í sleðann


 


 


             2454. Siggi Bjarna GK 5, kominn upp í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag © myndir Emil Páll, nema þær myndir sem merktar eru Gísla Aðalsteini Jónassyni og/eða Þráinn Jónssyni, þær eru teknar af þeim